• Þangað og heim aftur
  • Þangað og heim aftur

Evrópa 2017

A 79-day adventure by Þangað og heim aftur Read more
  • Veðrið...

    May 9, 2017 in Germany ⋅ ☀️ 11 °C

    ...er talsvert betra en í gær, en mikið djö. var kalt í nótt! Hitinn átti að fara niður undir frostmark og hefur örugglega gert það.
    Ég er annars á Rügen-eyju og það er sól með köflum og hlýtt á meðan hennar nýtur.
    Var áðan að skoða Prora, gríðarmiklar blokkir sem nasistar reistu og ætluðu sem sumarbúðir fyrir góða flokksfélaga. Ég gleymdi að taka mynd á símann, en farið endilega á Wikipediu og flettið því upp.
    Rakst síðan inn á sandskúlptúrasýningu. Læt myndina tala sínu máli.
    Read more

  • Rügen...

    May 10, 2017 in Germany ⋅ ☀️ 11 °C

    ...er mjög fallegur staður, en eins og margir aðrir er hún óaðlaðandi í rigningu. Ég ók út á Kap Arkona, en þar eru þrír fallegir vitar og fjórði turninn sem mun hafa verið hlustunarstöð.
    Síðan flúði ég veðrið. Stoppaði aðeins í Greifswald, þar sem ég skoðaði fallegan Altstadt og kirkjur. Gisti í Waren.
    Read more

  • Fyrsta heita máltíðin

    May 11, 2017 in Germany ⋅ ☀️ 18 °C

    Ég hef verið hikandi við að elda mat inni í bílnum, bæði út af lykt og hreinlæti. Ferðagashellan sem ég er með virkar illa utandyra ef það örlar á vindi og ef það hefur verið innieldunaraðstaða á húsbílastæðunum sem ég hef verið á hingað til, þá hefur það farið fram hjá mér. Því hef ég í mesta lagi hitað mér vatn í te hingað til í ferðinni.
    En þar sem ég er núna er þessi fína eldunaraðstaða, þannig að ég dreif í heita máltíð. Notaði af því sem ég átti í bílnum og bjó til þennan fína baunarétt.
    Uppskriftin: 1/2 laukur, sneiddur; 1 dós nýrnabaunir; 1 lítil dós tómatkraftur; súpukraftur eftir smekk; dass af sojasósu; smá feiti til að steikja.
    Svissið laukinn í feitinni, bætið við baunum og tómatkrafti, hitið í 2-3 mínútur og smakkið til með kraftinum og sojunni.

    Held ég kaupi mér beikon til að steikja á morgun.
    Read more

  • Ennþá í Potsdam

    May 12, 2017 in Germany ⋅ ☀️ 23 °C

    Mig langar að setjast hér að. Staðurinn er hæfilega stór/lítill og fólkið hæfilega afslappað og vingjarnlegt til að ég gæti unað mér vel hérna.
    Ég ætlaði að skoða hallir í dag - en af þeim er nóg hérna - en veðrið var svo svakalegt að ég nennti ekki að vera mikið innandyra. Ákvað því að fylgja mottóinu "sans soucci" (áhyggjulaus/kærulaus) og fór á labbið. Gekk upp að Sanssoucci-höll, kíkti á rússneska hverfið Alexandrowka, hollenska hverfið, Brandenborgarhliðið, og aðal-verslunargötuna, borðaði fyrsta döner ferðarinnar og naut veðursins.
    Ég mældi það ekki, en hef sennilega lagt að baki 8-10 km í dag.
    Er nú komin aftur í bílinn og sötra radler og er að kæla mig niður eftir daginn, áður en ég fer til að þvo þvott.
    Read more

  • Berlín

    May 13, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 17 °C

    Ég "skrapp" til Berlínar í dag - tók lestina og skildi bílinn eftir. Ég fór þangað bara til að versla, þannig að ég tók ekki eina mynd. Kom til baka með Lowa gönguskó, vatnsþétta, því ég ætla ekki að blotna í fæturnar í gönguferðum haustsins.

    Keypti líka bol og hettupeysu (og regnhlíf, því það rigndi í dag og gamla regnhlífin mín gaf upp öndina) í Primark - fór þangað til að kaupa buxur, því að tvennar af þeim fernum buxum sem ég tók með mér hanga ekki lengur upp um mig og ég ákvað að fara með þær í söfnunarkassa Rauða krossins um leið og ég væri búin að finna aðrar í staðinn. Fyrst þær fundust ekki í Primark, þá þarf ég að skoða H&M og C&A í staðinn.

    Skrapp síðan í KaDeWe, sem er berlínsk stórverslun svipuð og Harrods í London. Gæti vel hugsað mér að setjast að á sjöttu hæðinni, en þar er matardeildin. Er ennþá með lyktina af öllum ostunum í nösunum.

    Stefni á að fara til Meissen á morgun og þaðan til Dresden.

    Loks vil ég mæla eindregið með appinu CityMaps2Go, sem bjargaði mér alveg í sambandi við almenningssamgöngurnar í dag.

    P.s. Ef þið viljið að ég viti hver kommentar, þá verðið þið að skrifa undir kveðjurnar 😊
    Read more

  • Potsdam, Germany

    May 14, 2017 in Germany ⋅ 🌫 11 °C

    Ég ætlaði víst að lýsa þessu dýrðarinnar húsbílastæði sem ég er á. Það er inni í skógi, á bakka Havel-árinnar, sem reyndar minnir meira á stöðuvatn hérna, og er byggt á svæði sem eitt sinn var veiðilendur tilheyrandi Sanssoucci-höll Friðriks mikla. Hér syngja fuglar, en það heyrist líka í stöku flugvél, en ekki þannig að ami sé af.

    Hér er allt til alls, þ.á.m. eldhús með gaseldavélum og örbylgjuofnum og aðstaða til uppvöskunar og neyslu á matnum. Dyrnar opnast sjálfkrafa, því það er vont að þurfa að leggja frá sér diskana til að opna dyr.

    Hér eru líka, fyrir utan þetta venjulega:
    Þvottahús
    Leikjasalur
    Baðströnd
    Hjóla- og bátaleiga
    Veitingahús
    Lítil kjörbúð
    Föndurtímar fyrir börn
    Ferðir um Potsdam með leiðsögn
    Skutla sem fer með mann og sækir á næstu sporvagnastöð
    Svo er hægt að panta nudd, fótsnyrtingu og handsnyrtingu
    Og síðast en ekki síst: það er innifalið internetsamband í gistigjaldinu
    Read more

  • Meißen, Germany

    May 14, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 17 °C

    Ég var komin svo seint til Meißen að það borgaði sig ekki að fara að skoða kastalasafnið, þannig að ég ók til Dresden og er þar á húsbílastæði. Stoppaði samt nógu lengi til að smella af mynd af dómkirkjunni.

    Ætla að skoða mig aðeins hér um í fyrramálið og fara til Meißen eftir hádegi. Sé svo til hvort ég verð aðra nótt á svæðinu og skoða landslagið upp með Saxelfi, eða hvort ég fer til Bamberg. Ætlaði að vera þar á afmælinu mínu, en það næst ekki. Er því komin 1-2 daga á eftir með ferðaáætlunina.

    Kom við í Dessau í leiðinni og skoðaði hið upprunalega Bauhaus. Verð að segja að mér hefur aldrei fundist þessi stefna í byggingarlist aðlaðandi 😊
    Read more

  • Dresden, Germany

    May 15, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 17 °C

    Þegar ég gerði áætlunina fyrir daginn í dag gleymdi ég að mánudagar eru hefðbundnir lokunardagar fyrir söfn, og öll söfnin í Zwinger-byggingunni voru því lokuð. Hvað um það, ég heimsæki bara postulínssafnið í fyrramálið og ef ég verð innan við tvo tíma að skoða það, ætla ég líka á Alte Meister málverkasafnið.

    Ég fór á labbið í staðinn fyrir að skoða söfn og blandaði saman skoðunarferð um Altstadt og verslunarleiðangri. Ég fann loksins buxur í staðinn fyrir þessar sem eru orðnar of stórar á mig, fékk mér ferskan aspas í hádegismatinn (hann er alls staðar til sölu, en fá veitingahús bjóða upp á hann), skoðaði hinar og þessar byggingar að utan og leit inn í Frauenkirche, en þar stóð yfir guðsþjónusta, svo ég stoppaði ekki lengi.

    Ég íhugaði að fara í siglingu á Saxelfi, en sú sem ég hafði mestan áhuga á var hátt í fjögurra tíma löng, og leiðsögnin á þýsku.

    Veðrið var frábært, pínkulítið of heitt yfir hádaginn, en þegar leið á daginn kom svalur vindur sem kældi mann niður.

    Allt í allt verð ég að segja að þetta var hinn ágætasti afmælisdagur.
    Read more

  • Safnadagurinn mikli

    May 16, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 17 °C

    Ég var mætt í miðborgina á slaginu tíu og komin upp í Zwinger korter yfir, rétt til að heyra í klukknaspili byggingarinnar. Ég held að bjöllurnar séu úr postulíni!

    Skoðaði einstakt postulínssafn, heillandi safn gamalla mælitækja sem flest eru líka skrautmunir, og síðast en ekki síst Alte Meister málverkasafnið.

    Að þessu loknu snæddi ég síðbúinn hádegisverð, sór þess eið að snúa aftur og skoða Dresden, Meißen og Saxneska Sviss almennilega (gefa mér svona viku), og lagði af stað til Bamberg.

    Er nú við Störmthaler See, vatn sem er svo smátt að það er ekki á neinu af kortunum mínum, og verð hér í nótt.

    Steikti mér pönnsur áðan, ætlaði að gera það á afmælinu í gær, en aðstæður buðu ekki upp á það. Hér var hins vegar logn, þannig að ég gat athafnað mig úti við.
    Read more

  • Sanspareil, Þýskalandi, 17. maí

    May 17, 2017 in Germany ⋅ ☀️ 23 °C

    Ég ók í gegnum Frankishe Schweiz á leiðinni til Bamberg, og kom þar við í Felsengarten Sanspareil, sem mætti þýða sem "steinagarðurinn óviðjafnanlegi".
    Ég ók í gegnum hæðótt, skógi vaxið landslag til að komast þangað, með litlum þorpum sem minntu mann á Alpana. Ég vildi gjarnan geta sýnt myndir, en það var hvergi hægt að stoppa nema í innkeyrslum hjá þorpsbúunum.
    Sanspareil var útbúinn, á 18. öld, sem óvenjulegur lystigarður. Stígar voru lagðir á milli stórbrotinna, sorfinna sandsteinskletta og byggt var á sumum klettunum, eða við þá, til að segja sögu úr rómversku goðafræðinni. Væntanlega þarf maður sögumann með sér til að skilja táknin, en það er engu að síður gaman að ganga þetta einn og lesa söguna af skiltum.
    Garðurinn er í raun villtur skógur með þessum klettum sem hefur verið föndrað við og er yndislegur staður að koma á og eyða 1-2 tímum í að ráfa um og njóta kyrrðar og náttúrufegurðar, og helmingurinn af nautninni er að komast þangað.
    Read more

  • Bug, Þýskalandi, 17. maí

    May 17, 2017 in Germany ⋅ ☀️ 24 °C

    Ég fann heimilisfang tjaldstæðisins sem ég er á í 10 ára gamalli ferðahandbók. Það er svo fastgróið að það hefur sitt eigið strætóstopp, og geri aðrir betur.

    Bug er lítið þorp í útjaðrinum á Bamberg. Það tekur um 15-20 mín. að komast frá tjaldstæðinu inn í miðbæ Bamberg, sem ætti að segja ykkur hversu stór Bamberg er.

    Bamberg er merkilegur staður. Hún slapp alveg við sprengjuregn í stríðinu og fyrir bragðið er hún ein best varðveitta miðaldaborg Þýskalands og komst þannig inn á heimsminjaskrá UNESCO. Þarna eru m.a. hátt í 1000 ára gamlar byggingar.

    Ég kom þangað síðdegis og skoðaði mig aðeins um, en flúði loks til baka á tjaldstæðið vegna hita. Hann fór hátt í 30 °C, sem var aðeins of heitt fyrir mig í þeim fötum sem ég var í.
    Read more

  • Bamberg, Þýskalandi, 18. maí

    May 18, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 25 °C

    Í dag var svipað heitt og í gær, en ég klæddi mig eftir veðri, smurði á mig sólarvörn, passaði mig að vera alltaf með eitthvað til að drekka við hendina, og gekk h-æ-g-t, enda er ég bara hress eftir daginn.

    Það er margt að sjá í Bamberg. Ég skoðaði dómkirkjuna að innan og utan og kíkti á rósagarðinn sem er hluti af byggingu sem nefnist "nýja setrið" og var aðsetur biskupa borgarinnar til forna. Rósirnar voru bara rétt að byrja að mynda knúppa, en garðurinn er eflaust mjög fallegur þegar þær eru í blóma. Útsýnið yfir bæinn ofan úr garðinum er hins vegar stórkostlegt á öllum árstímum.

    Ég rölti síðan um og skoðaði hús og kirkjur að utan, og stakk mér inn í áhugaverðar litlar búðir í gamla bænum, s.s. leirílátaverslun og bakstursáhaldabúð.

    Fékk mér Bamberger-bakkelsi í kaffinu, og er nú nýlokin við að drekka rauchbier, sem er sérstakur dökkur bjór sem er bruggaður hérna og lyktar af reyk.
    Read more

  • Berchtedsgaden, Þýskalandi (19. maí)

    May 20, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 13 °C

    Vaknaði frekar seint í morgun, enda lenti ég í þvílíkri baráttu við náttúruöflin í gær að ég var alveg búin á því þegar ég loks komst í örugga höfn. Ég lenti sem sagt í því að keyra, í fyrsta og vonandi síðasta skipti, í þrumuveðri með sviptivindum og brjálaðri rigningu og niðandi myrkri. Var mjög þakklát fyrir að geta elt ljósin á flutningabílnum fyrir framan mig.

    En áður en það gerðist var steikjandi hiti og sól - fór í 30°C. Eftir að hafa heimsótt hina hrollvekjandi rjómatertubasiliku í Waldsassen skoðaði ég Valhöll við Dóná - minnismerki frá 19. öld um þýskt þjóðarstolt. Skrítið hún skuli vera eftirmynd af grísku musteri...
    Read more

  • Berchetsgaden, Þýskalandi, 21. maí

    May 21, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 10 °C

    Það er rignig og og lágskýjað. Fer ekki mikið í gönguferð í þjóðgarðinum (skildi pollagallann eftir heima) eða upp á Kehlstein. Langar mest að fara til Salzburg, því hennar er hægt að njóta í rigningu.

    En Alpenstrasse bíður, og ég vona bara að veðrinu létti þegar líður á daginn.

    P.s. Það er samr fallegt hérna þó það rigni.
    Read more

  • Zugspitze, Þýskalandi/Austurríki

    May 22, 2017 in Germany ⋅ ☀️ 10 °C

    Fyrst mænir maður á tindinn;
    síðan gerir maður eitthvað í því;
    dáist að dýralífinu;
    fær sér hressingu;
    og dáist að útsýninu á leiðinni niður (Eibsee).

    Fögur fjallasýn og dæmigerð alpakirkja.

    Zugspitze er hæsta fjall Þýskalands og landamærin við Austurríki liggja um tindinn. Því miður var ekki hægt að fara alla leið upp með kláfi - það er verið að byggja nýja kláfabraut og því varð ég að taka tannhjólalest og síðan stutta leið á tindinn með litlum kláfi.
    Read more

  • Partnachklamm, Garmisch-Partenkirchen

    May 22, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 22 °C

    Ég náði loksins öðrum góðum labbitúr úti í náttúrunni. Þegar ég kom niður af Zugspitze dreif ég mig með strætó niður að skíðaleikvanginum sem var byggður fyrir vetrarólympíuleikana 1936 og gekk þaðan upp í Partnach-gljúfur, sem verður einn af hápunktum ferðarinnar. Þarna streymir ísköld jökulá ofan úr Zugspitze-jöklinum um þröngt og djúpt gljúfur sem hefur verið gert manngengt með mikilli fyrirhöfn.

    Gekk síðan upp fjallið fyrir ofan gljúfrið, fékk mér hressingu á hinni óumflýjanlegu fjallakrá og kom hringleið niður mjög bratta fjallshlíð.

    Alls mældust 6,3 km, en síminn missti GPS-sambandið niðri í gljúfrinu, svo þetta hafa verið nær 7 km. Skynjarinn í símanum mínum ákvað að ég hefði hjólað af því ég var svo fljót niður!

    Í lokin er mynd af skíðastökkpöllunum, af því mér þykja þeir svo aumkunarverðir að sumarlagi.

    P.s. ef ég minnist á eitthvað og myndirnar vantar, prófið þá aftur síðar. Internetsamband hérna er almennt lélegt og ég verð að hlaða myndunum upp einni í einu.
    Read more

  • Friedrichshafen við Bodensee, 23. maí

    May 23, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 24 °C

    Ætlunin var að skoða Neuschwanstein í dag. Ég hef komið þangað áður, en nú ætlaði ég að skoða kastalann að innan. Þegar þangað kom var ég hins vegar ekki í stuði til að fara og skoða safnið, þannig að ég hélt bara áfram til Bodensee-vatns.

    Þegar þangað kom nennti ég ekki að fara til að skoða blómaeyjuna Mainau - ákvað að ég vildi heldur koma aftur í júní- eða júlímánuði þegar allt er í mestum blóma.

    Ég vissi ekki, fyrr en ég flæktist inn í Friedrichshafen, að þaðan voru Zeppelin-loftförin gerð út. Þar er stórskemmtilegt safn tileinkað þeim og ég mæli með því við alla sem hafa gaman af sögu flugsins.

    Ég var svo á húsbílastæði í nágrenni við Donaueschingen í nótt.

    Hér er eitt loftfar, en talsvert mikið minna en Hindenburg.
    Read more

  • Riquewihr, Alsace, Frakklandi, 24. maí

    May 24, 2017 in France ⋅ ⛅ 21 °C

    Ég er komin til Frakklands. Fór fyrst til Colmar og eyddi þar tveim tímum eða svo á Unterlinden safninu. Ráfaði síðan um gamla miðbæinn og er að hugsa um að fara aftur á morgun og fara þá í ferð með leiðsögn. Vona bara að þær verði í boði - veit ekki hversu alvarlega Frakkarnir taka kristilega hátíðisdaga.

    Kíkti því næst á Kaysersberg, sem er fallegur lítill bær stutt frá Colmar. Verð svo í Riquewihr í nótt.

    Fer sennilega upp eftir Route des Vins d'Alsace á morgun og verð að segja að sú leið er ansi mikið betur merkt en Alpenstraße í Þýskalandi. Hér missir maður ekki af einni einustu beygju!

    P.s. Frakkar eru enn hrifnari af hringtorgum en Þjóðverjar. Hélt ekki að það væri hægt...
    Read more

  • Riquewihr, France

    May 25, 2017 in France ⋅ ⛅ 19 °C

    Í dag er almennur frídagur og ég ákvað því að taka mér frí frá ferðamennskunni. Ætla að vera hér í dag og þrífa bílinn, fara í gönguferð, elda góðan mat og lesa.

    Hér gefur annars að líta hvað gerist þegar maður er á ferðalagi og þarf að þvo þvott og þurrkarinn þurrkar ekki þvottinn manns nógu vel og maður hefur ekki aðgang að þvottasnúru. Ég er bara fegnust því að þetta voru aðallega lítil stykki, því baðhandklæðin tvö taka upp næstum hálfan bílinn.Read more