Á ferð og flugi um landið.
Message
 • Day2

  Gullfoss

  July 29 in Iceland ⋅ ☁️ 10 °C

  Það er frekar grátt yfir þessa stundina, og rigningarlegt, og reyndar hefur rignt smávegis í morgun. Ég ákvað að kíkja á Gullfoss, svona af því að það er bara ca. 5 mínútna akstur að honum frá tjaldstæðinu.
  Rakst þar á stóð af einu af mínum uppáhalds blómum: fjalldalafífli.
  Sá líka þessa vígalegu fjallahúsbíla. Það er gaman að sjá að það eru enn þá einhverjir af þessum gömlu Bens vörubílum ökufærir.
  Read more

 • Day1

  Komin í Skjól

  July 28 in Iceland ⋅ ⛅ 13 °C

  Ég ætlaði að vera komin á Klaustur um þetta leiti, en á Selfossi rakst ég inn á nytjamarkað og þar var að finna gott úrval af DVD-diskum. Ég keypti m.a.s. 14 þáttaraðir af Supernatural og 2 af Doctor Who. Þegar ég kom að afgreiðsluborðinu var kona þar að taka upp diska og fleira og ég sá strax að hér var komið gamalt stell sem vinkona mín ein er að nota sem sparistell, svo ég dró upp símann og hringdi í hana, og úr varð að ég keypti allt heila klabbið. Mig langaði ekkert til að fara hringinn með 12 manna matar- og kaffistell í farangrinum, svo ég ók með þetta aftur í bæinn, afhenti það, þáði veitingar og lagði af stað aftur um þrjúleytið. Það eru vegaframkvæmdir við Ingólfsfjall og vegurinn lokaður til austurs, og var ekki í stuði til að aka Eyrarbakkaveg aftur, svo ég fór efri leiðina: Þingvallaveg og þaðan áfram fram hjá Geysi og að Skjóli. Það var alveg króksins virði.Read more

 • Day1

  NomNom

  July 28 in Iceland ⋅ ☀️ 14 °C

  Hádegismatur á Selfossi. Búllan stendur undir nafni. Borgararnir þar eru alltaf jafn góðir og sem betur fer eru þeir hættir með ógeðslegu plastkörfurnar og farnir að nota einnota og endurvinnanlega pappírsbakka undir matinn.Read more

 • Day44

  Á tjaldstæðinu

  October 8, 2019 in Iceland ⋅ ⛅ 10 °C

  "Sorry, I don't speak Icelandic."

  Ég held í alvöru að ferðaþjónustan hafi gleymt því að íslendingar ferðast líka um landið. Það ætti að vera réttur okkar að geta keypt vörur og þjónustu án þess að þurfa að nota til þess erlend tungumál. Þegar við förum að sætta okkur við að þurfa að tala ensku við afgreiðslufólkið, þá er farin að steðja hætta að tungumálinu.Read more

 • Day43

  Ein með öllu

  October 7, 2019 in Iceland ⋅ ☁️ 7 °C

  ...nema hráum, af því að ég fæ bakflæði af honum.

  Fyrsta máltíðin á Fróni, rétt eins og í síðustu ferð.

  Veðrið sem tók á móti mér var ekki ósvipað því sem ég var að koma úr, nema það er heldur hlýrra hér en var í Danmörku...Read more

 • Day42

  Allt á uppleið

  October 6, 2019 in Iceland ⋅ ⛅ 8 °C

  Það er mættur söngvari/gítarleikari og söngkona með honum og þau eru að skemmta með söng og spileríi. Held þó að það hefði mátt lýsa þau upp með einhverjum öðrum lit - það er eins og Hulk og græna gellan úr Guardians of the Galaxy séu á sviðinu!Read more

 • Day42

  Þegar manni leiðist

  October 6, 2019, North Atlantic Ocean ⋅ ⛅ 9 °C

  Klukkan er 19:30 og ég sit inni á barnum með gin og tónik og dagbókina mína. Er annars búin að eyða deginum í að hekla. Bláa húfan er ekki lengur bara blá, heldur er komin með skrautlegt krókódílakögur. Býst við að klára það á morgun.Read more

 • Day42

  Innviðir Norrænu: opin rými

  October 6, 2019, North Atlantic Ocean ⋅ ⛅ 9 °C

  Það er ýmislegt í boði (mynd 1).
  Fríhafnarverslunin er mjög flott (mynd 2).
  Mynd 3: Hér er gott að sitja og horfa á mannlífið.
  Mynd 4: Hérna norpar reykingafólkið.
  Mynd 5: Hérna er hægt að fara í bingó og kaupa sér brjóstbirtu.
  Mynd 6: Hér er hægt að dýfa sér í heitt vatn og horfa a hafið.
  Read more

Never miss updates of Þangað og heim aftur with our app:

FindPenguins for iOS FindPenguins for Android