Vika til stefnu
21. August 2019 in Island ⋅ ☁️ 11 °C
Jæja, þá fer að styttast í næsta ævintýri. Þegar maður á svona ferðabíl er um að gera að nota hann, ekki satt? Ég var ekki fyrr komin heim frá Evrópu í hittífyrra en ég byrjaðiWeiterlesen
Hugsanleg leið
21. August 2019 in Island ⋅ ☁️ 12 °C
Hér er kort af hugsanlegri leið - þetta er bara til gamans gert og ekki ætlað sem föst ferðaáætlun. Það er öruggt að fyrsti staðurinn þar sem ég gisti á Ítalíu er Bolzano, ogWeiterlesen
Fyrstu dagarnir í ferðinni
22. August 2019 in Island ⋅ ⛅ 11 °C
…munu aðallega fara í akstur. Fyrst þarf ég að koma mér austur á Seyðisfjörð og ætla að taka í það tvo daga, skoða mig smávegis um og heimsækja fólk á leiðinni, t.d. áWeiterlesen
Áætlunin fyrstu dagana í Evrópu
22. August 2019 in Island ⋅ ⛅ 11 °C
Norræna á að leggjast að bryggju í Hirtshals í Danmörku um 10:00 að morgni 31. ágúst. Ég kemst í fyrsta lagi út úr skipinu um 11:00, sennilega nær 12:00, því fólksbílarnir fráWeiterlesen
Lögð af stað
26. August 2019 in Island ⋅ 🌧 11 °C
Mér finnst voða notalegt að stoppa í Geirakaffi í Borgarnesi ef ég er þar á kaffitíma. Útsýnið er að vísu ekkert spes í dag, en kaffið og ástarpungarnir standa fyrir sínu.
Staðarskáli - skyldustopp, n'est pas?
26. August 2019 in Island ⋅ 🌧 12 °C
Pylsa með öllu og suddi út. Hamfararigning á heiðinni.
Komin í næturstað
26. August 2019 in Island ⋅ ⛅ 14 °C
Fékk ca. kortérs sólskin á Akureyri.
Fór í klippingu - þurfti að fara á 5 stofur til að fá klippingu. Á þremur dömuhárgreiðslustofum var lokað (og klukkan bara rúmlega þrjú) ogWeiterlesen
Einfaldleikinn í fyrirrúmi
26. August 2019 in Island ⋅ ⛅ 15 °C
Einfaldur kvöldverður, þ.e.a.s. Þetta er langt frá því að vera versti hafragrautur sem ég hef borðað, en varð svoldið kekkjóttur hjá mér. Svo er mikill plús að þurfa bara að þvoWeiterlesen
Morgunverður á Bláu könnunni
27. August 2019 in Island ⋅ ⛅ 11 °C
Sko, ég ætlaði bara að borða hrökkbrauð með hnetusmjöri í morgunmat, en svo fór ég í sund út á Akureyri og var svo svöng á eftir að ég sogaðist hérna inn og var búin að pantaWeiterlesen
Hádegisverður Kaffi Borgum
27. August 2019 in Island ⋅ ⛅ 11 °C
Kjötsúpa með útsýni.
Þetta minnir mig á...
27. August 2019 in Island ⋅ ⛅ 11 °C
...senu út Interesting Times (Terry Pratchett):
"Can't leave your village without a chit. Can't get married without a chit. Can't even have a sh - ."
Hvað ætli hafi orðið af skýringarmyndinni?Weiterlesen
Ferðalag dagsins á korti
27. August 2019 in Island ⋅ ⛅ 15 °C
Einn plúsinn við FindPenguins er að ef maður er með gps forrit í símanum og lætur það skrá ferðina, þá er hægt að hlaða .gpx-skránni inn í appið og birta sem kort á blogginu.
Seyðisfjörður
28. August 2019 in Island ⋅ ⛅ 10 °C
Hér er 18 °C hiti og bærinn fullur af fólki - ekki bara af Norrænu, heldur er líka skemmtiferðaskip inni á firðinum.
Myndir:
1. Sigling.
2. Norræna, skemmtiferðaskipið, einn gamall.
3.Weiterlesen
Torshavn
29. August 2019 in Färöer ⋅ 🌧 11 °C
Hér er ekki hundi út sigandi fyrir rigningu. Náði að taka nokkrar myndir áður en ég gafst upp og flúði upp í skip.
1. Eins og sjá má er hér Sirkus, rétt eins og á Seyðisfirði.
2.Weiterlesen
Ef maður er með nesti...
29. August 2019 in Färöer ⋅ 🌧 10 °C
..um borð í Norrænu verður maður annað hvort að éta það inni í klefa í óþökk herbergisfélaganna, kaupa sér kaffi í The Diner og laumupokast með nestið úti í horni þar semWeiterlesen
Danmörk nálgast
30. August 2019, Skagerrak ⋅ ☁️ 18 °C
Það var úfinn sjór og hvassviðri sem tók við þegar skipið yfirgaf landgrunn Færeyja, og það versnaði eftir því sem leið á daginn. Undir kvöld var varla stætt uppi á dekki ogWeiterlesen
Veggjalist
31. August 2019 in Dänemark ⋅ ⛅ 25 °C
Hluti af bæjarhátíðinni er graffítilistahátíð þar sem maður getur fylgst með listamönnunum að verki. Hér eru nokkur fullkláruð listaverk.
Strand
31. August 2019 in Dänemark ⋅ ⛅ 21 °C
Dagurinn byrjaði vel: ég var sloppin frá borði um ellefu og brenndi beint út á hraðbraut. Áfangastaður: Hamborg.
Stoppaði aðeins í Bilka í útjaðri Árósa og var svo nýkomin út áWeiterlesen
Ferðalag gærdagsins
31. August 2019 in Dänemark ⋅ ⛅ 23 °C
Sunnudagur í Árósum
1. September 2019 in Dänemark ⋅ ⛅ 18 °C
Ég byrjaði daginn á kaffi og croissant á kaffihúsi í Bruuns-verslunarmiðstöðinni sem er í næsta húsi við hótelið. Eyddi svo morgninum í ráp og innkaup. Eftir hádegismatinn tæklaðiWeiterlesen
Ég held það megi alveg fullyrða...
2. September 2019 in Dänemark ⋅ ☀️ 15 °C
...að þetta er orðið dýrasta ferðalag sem ég hef farið í og borgað sjálf. Bilunin var í spíss nr. 2 og viðgerðin kostar rétt tæp 190 þúsund.
Góðu fréttirnar eru að ég fæWeiterlesen
Nokkur listaverk til viðbótar
2. September 2019 in Dänemark ⋅ ⛅ 19 °C
Inger
2. September 2019 in Dänemark ⋅ ⛅ 13 °C
Eftir fréttirnar af bílnum var ég í svolitlu sjokki og fór og ráfaði stefnulaust um miðbæinn. Settist svo niður fyrir utan Salling-stórverslunina og heyrði einhvern hávaða fyrir ofan migWeiterlesen
Dagleiðin hjá mér...
3. September 2019 in Deutschland ⋅ ⛅ 18 °C
...varð 720 km. Gpx-skráin segir það styttra, en það er út af skráningarmátanum.
Þetta var þrátt fyrir brjálæðislega rigningu á köflum og umferðartafir á fjórum stöðum. ÁWeiterlesen
Er komin til Schwangau...
5. September 2019 in Deutschland ⋅ ⛅ 13 °C
...eftir rúmlega 700 km akstur.













































